Lífið

Ásgeir Trausti heldur tónleika á Esjunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er í annað sinn sem NOVA og Helo halda tónleika á Esjunni.
Þetta er í annað sinn sem NOVA og Helo halda tónleika á Esjunni.
Ásgeir trausti mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni hjá Steini á Esjunni á föstudaginn. Ásgeir og hljómsveit hans hafa í tvö ár haldið tónleika víða um heim. Nú eru þeir komnir heim til að halda síðustu tónleika sína.

Tónleikarnir eru haldnir í boði NOVA OG Helo. þeir byrja með því að Dj Yamaho þeytir skífum klukkan sex og klukkan átta stígur Ásgeir á svið. Hann mun gefa forsmekk af tónleikum sínum í Hörpu þann 16. júní. Þyrluþjónustan Helo verður með þyrlur á staðnum og geta tónleikagestir flogið upp að tónleikasvæðinu frá Esjurótum, gegn gjaldi.

Þetta er í annað skipti sem Nova og Helo halda tónleika á toppi Esjunnar. Í fyrra voru það plötusnúðurinn Margeir og söngkonan Ásdís María sem skemmtu gestum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

 

„Ásgeir Trausti og hljómsveit hafa undanfarin rúm tvö ár verið á flakki um heiminn til að fylgja eftir útgáfu plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Þeir eru nýkomnir heim af  tónleikaferðalagi um Ástralíu með bresku hljómsveitinni Alt-J, en þar spiluðu þeir í fimm borgum fyrir um 40.000 manns. Ásgeir hefur tilkynnt það að tónleikar hans í Hörpu verði þeir allra síðustu í bili eða þangað til næsta plata kemur út svo nú fer hver að verða síðastur að skella sér á tónleika með tónlistarmanninum unga.“

Frekari upplýsingar má finna á vef NOVA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×