Handbolti

Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Ásgeir í átökum í kvöld.
Ásgeir í átökum í kvöld. vísir/eva björk
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM.

„Við hugsum um að koma okkur inn í leikinn og sýna eitthvað eftir að við lendum undir strax í upphafi. Svona var þetta bara í dag og okkar banabiti var þetta fyrsta korter," sagði Ásgeir Örn súr.

„Það er erfitt að segja af hverju við byrjum leiki svona illa. Það hefur eitthvað með okkur sjálfa að gera. Spennustig er annað hvort of lágt eða of hátt. Við höldum að einhver annar ætli að taka af skarið í byrjun leiks eða erum stressaðir. Það er einhver af þessum þáttum. Ég er á því að vandamálið liggi frekar í andlega þættinum en einhverju uppleggi í leikjunum."

Hvað fannst Ásgeiri annars helst hafa orðið liðinu að falli í kvöld?

„Við komum okkur ekki í nægilega góð færi í upphafi og fáum á okkur holskeflu af hraðaupphlaupum. Við náum ekki að klukka þá og þá verður þetta mjög auðvelt fyrir þá.

„Þetta er búinn að vera rússíbani. Við höfum átt hrikalega lélega leiki og mjög fína leiki og ekkert þar á milli. Það er mikið af tilfinningum í þessu."

Hlusta má á viðtalið hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×