Handbolti

Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. Hann lék þar m.a. með tveimur af bestu mönnum þeirra; Mikkel Hansen og Nickals Landin.

„Mér finnst æðislegt að spila gegn Dönum. Þessir leikir hafa í gegnum tíðina alltaf verið hörkuleikir eins og leikurinn sem við spiluðum við þá skömmu fyrir mótið. Svo er auðvitað miklu skemmtilegra að Gummi sé að þjálfa þá. Mér finnst það gera „dýnamíkina“ við leikinn ennþá meiri og skemmtilegri,“ sagði Ásgeir sem skoraði fimm mörk gegn Egyptalandi í gær.

Ykkur myndi væntanlega ekki leiðast að þið létuð Gumma fá hausverk?

„Nei en honum finnst örugglega jafn gaman að vinna okkur og okkur myndi finnast til að vinna hann.  Eins og ég sé Danina að þá eru þrír stórir póstar sem við þurfum að passa.

„Mikkel Hansen heldur sókninni á floti og í vörninni er Rene Toft sá sem bindur þetta meira og minna saman, er stór og mikill nagli sem gefur ekkert eftir. Fyrir aftan hann er Niklas Landin frábær í markinu. Við þurfum að hugsa töluvert um þessa þrjá leikmenn og eiga svör við þessum leikmönnum,“ sagði Ásgeir.

Landin varði mjög vel í síðasta leik gegn Pólverjum og það var kannski honum að þakka að Danir náðu frumkvæðinu strax í byrjun.

„Hann er frábær markmaður en hann á ekkert alltaf góðan leik og við þurfum að sjá til þess að gegn okkur eigi hann ekki sinn besta dag.

„Mikkel Hansen er líklega besti félagi minn í danska liðinu. Við vorum saman í tvö ár og þar áður í GOG.  Landin var með mér hjá GOG. Þetta eru allt ágætis vinir mínír og góðir og skemmtilegir. Það er ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá,“ sagði Ásgeir en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum.

Eru Egyptar að tapa viljandi?

Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar.

Snorri Steinn: Getum strítt bæði Dönum og Pólverjum

"Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.

Arnór Atlason: Einum leik frá átta liða úrslitum

„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

Vignir: Þetta var fínt ekki frábært

„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×