Lífið

Ásgeir í tónleikaferð með Hozier

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásgeir Trausti er hér ásamt Júlíusi Róbertssyni á strönd í Ástralíu en hann á tíunda vinsælasta lag landsins að mati hlustenda Triple J.
Ásgeir Trausti er hér ásamt Júlíusi Róbertssyni á strönd í Ástralíu en hann á tíunda vinsælasta lag landsins að mati hlustenda Triple J. mynd/aðsend
Ásgeir Trausti er á leið í tæplega mánaðarlangt tónleikaferðalag um Bandaríkin með írska tónlistarmanninum Hozier. Hann á eitt vinsælasta lagið hér á landi um þessar mundir, lagið Take Me to Church.  Ásgeir heldur af stað í ferðalagið þann 4. febrúar næstkomandi og eru fyrstu tónleikarnir í Fonda Theatre í Hollywood.

„Við vissum í hvað stefndi þegar við tókum þessa ákvörðun um þetta tónleikaferðalag. Það má alveg segja að Hozier sé nýliði ársins 2014 í Bandaríkjunum,“ segir María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs.

Ásgeir hefur verið að gera það gott að undanförnu og lagið hans King and Cross lenti í tíunda sæti á árslista áströlsku ríkisútvarpsstöðvarinnar Triple J sem birtur var í gær.

Hlustendum stöðvarinnar, sem eru flestir á aldrinum 18 til 30 ára, bauðst að taka þátt í kosningunni um bestu lög ársins 2014. „Rúmlega tvær milljónir hlustenda tóku þátt í kosningunni í fyrra svo þetta hefur eflaust verið töluvert stærra í ár. Þetta er auðvitað frábært, hann hefur verið að gera góða hluti í Ástralíu og platan hefur selst vel þar.“

Þá var platan In the Silence valin alþjóðlega plata ársins af norska tímaritinu Gaffa fyrir skemmstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×