Handbolti

Ásgeir: Varnarleikur Slóvena jaðrar við að vera grófur

Arnar Björnsson skrifar
Það mátti sjá í leiknum gegn Spánverjum að Ásgeir Örn Hallgrímsson gengur ekki alveg heill til skógar en hann gaf engu að síður allt sem hann átti.

„Ég er þokkalegur. Ég er kannski ekki alveg 100 prósent en mér finnst ég vera nógu heill til þess að spila hér og geta stutt liðið,“ sagði Ásgeir fyrir æfingu íslenska liðsins í gær.

„Spánverjaleikurinn tók á líkamlega. Spánverjarnir eru stórir, sterkir og þungir. Ég verð samt alveg orðinn klár fyrir Slóvenaleikinn,“ segir Ásgeir en við hverju býst hann í leiknum í dag?

„Þeir spila miklu hraðari bolta en Spánverjar. Varnarlega eru þeir mjög fastir fyrir. Jaðrar við það að vera grófir.“

Ásgeir segir að seinni hálfleikurinn hjá Íslandi gegn Spáni hafi verið opinn eftir 45 mínútur.

„Það kom mér á óvart hvað það var lítil vinna á þessum tímapunkti. Svo ganga þeir frá leiknum. Í minningunni var eins og þeir hefðu keyrt fyrr yfir okkur.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×