Sport

Ásdís tryggði sig inn á HM í Peking og ÓL í Ríó

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir virðist í flottu formi þessa dagana.
Ásdís Hjálmsdóttir virðist í flottu formi þessa dagana. vísir/getty
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, gerði sér lítið fyrir og vann mót í Ríga í Lettlandi í kvöld með sigurkasti upp á 62,14 metra.

Kastið hjó nærri Íslandsmeti Ásdísar sem er 62,77 metrar, en metið setti hún á Ólympíuleikunum í London fyrir þremur árum síðan.

Með þessu risakasti í dag tryggði Ásdís sig inn á HM í Peking í sumar þar sem lágmarkið var 61 metri og það sem meira er þá er Ásdís búin að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Lágmarkið inn á þá er 62 metrar.

„Þrír fuglar, einn steinn og allt það. 62,14m  og sigur í dag. Ég náði lágmarki á HM í Peking og ÓL í Ríó,“ segir Ásdís hress og kát á Instagram-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×