Lífið

Ásdís Halla sendir frá sér bók: Símtal frá ókunnugum manni var kveikjan að bókinni

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Ásdís Halla hefur unnið að gerð bókarinnar í fimm ár ásamt móður sinni.
Ásdís Halla hefur unnið að gerð bókarinnar í fimm ár ásamt móður sinni. Vísir/Pjetur
Ásdís Halla Bragadóttir, athafnakona og fyrrum bæjarstjóri Garðabæjar, hefur sent frá sér bók þar sem hún rekur sögu móður sinnar ásamt sinni eigin. Bókin ber nafnið Tvísaga, móðir, dóttir og feður og er gefin út af bókaforlaginu Veröld. Kveikjan að bókinni var símtal sem Ásdís fékk frá ókunnugum manni sem hélt því fram að þau ættu sama föður. 

Ásdís vann bókina í samstarfi við móður sína, Sigríði S. Hjelm. Þær mæðgur hafa unnið að bókinni síðastliðin fimm ár.

Í tilkynningu frá Veröld segir að Tvísaga sé frásögn af ungri, einstæðri móður í Höfðaborginni í baráttu við barnaverndarnefnd og bræðrum sem sendir eru í fóstur á Silungapoll og bíða þess aldrei bætur. Við sögu koma líka unglingsstúlka sem smyglar læknadópi inn á Litla-Hraun, menn sem hún heldur að séu feður hennar, amma og stjúpafi sem búa í torfkofa uppi á Hellisheiði og berfætt telpa sem stendur ein undir vegg í snjó og myrkri.

Ásdís Halla hefur áður skrifað opinberlega um fjölskyldu sína en hún minntist bróður síns, sem glímdi við eiturlyfjafíkn, í frásögn á Facebook-síðu sinni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×