Erlent

Ásakaður um að misnota unglingsdreng

Bjarki Ármannsson skrifar
Bryan Singer er með vinsælli leikstjórum Hollywood.
Bryan Singer er með vinsælli leikstjórum Hollywood. Vísir/AFP
Bandaríski leikstjórinn Bryan Singer hefur verið lögsóttur fyrir að misnota unglingsdreng fyrir fimmtán árum.

Singer, sem þekktastur er fyrir að leikstýra X-Men myndunum og The Usual Suspects, á að hafa boðið unglingnum hlutverk í kvikmynd sinni í skiptum fyrir kynferðislega greiða. Talsmaður Singer kallar ásakanirnar gjörsamlega innistæðulausar. Hann segir lögsóknina einungis til þess gerða að komast í sviðsljósið en nýjasta mynd Singer, X-Men:Days of Future Past, er væntanleg í bíó í lok maí.

Meint misnotkun Singer á að hafa átt sér stað árin 1998 og 1999 þegar ungi leikarinn var 17 ára. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×