Glamour

Segjast vita hver hannar brúðarkjólinn

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty, Alexi Lubormiski
Meghan Markle og Harry Bretaprins tilkynntu um trúlofun sína í nóvember síðastliðnum. Þá strax var farið að tala um hver myndi hanna kjólinn, og hafa margar hugmyndir komið fram.

Nú eru þær sögusagnir á lofti að starfsmaður innan Kensington-hallar hafi sagt Ralph & Russo vera að hanna brúðarkjólinn. Það eru tvíeykið Tamara Ralph og Micheal Russo sem eru á bakvið tískuhúsið, en Meghan klæddist einmitt hátískukjól frá þeim í trúlofunarmyndatökunni. 

Ralph & Russo er þekkt fyrir hátískulínur sínar og vinnuna sem lagt er í hverja flík. Margir kjólarnir eru handgerðir, og er mikið um bróderingu, steina og blúndur. Höfuðstöðvar Ralph & Russo eru í London, en það hefur verið mikið umtal um hvort Meghan myndi velja breskt eða bandarískt tískuhús til að hanna kjólinn fyrir sig. Kjólar frá Ralph & Russo eru tíð sjón á rauða dreglinum en einnig eru þeir þekktir fyrir brúðarkjólana sína. 

Þó að þessar sögusagnir hafi ekki verið staðfestar af þeim sjálfum þá skulum við samt aðeins líta yfir hátískulínu Ralph & Russo. 

 

Frá hátískulínu Ralph & Russo.





×