Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím

15. október 2017
skrifar

Verslunin Hrím opnaði fyrir helgi nýja verslun á fyrstu hæð í Kringlunni og ákváðu að því tilefni að blása til veislu fyrir fjölmarga aðdáendur lífstílsbúðarinnar. 

Fjölmenni var í veislunni en Glamour gaf veglega gjafapoka fyrir fyrstu gesti og áskrifendur okkar fengu 25 prósent afslátt af öllum vörum þetta kvöld. Þá kynntu íslensku súkkulaðisælkærarnir í Omnom girnilegt sælgæti sitt sem og Angan Skincare fræddi gesti og gangandi um sínar vörur. 

Virkilega vel heppnað partý. Hér má sjá smá brot af stemmingunni.