Ertu í ruglinu í ræktinni?

09. október 2017
skrifar

Hver kannast ekki við þá tilfinningu að mæta í ræktina en hafa ekki hugmynd um hvað skal gera og enda á skíðavélinni í 20 mínútur. Það er auðvelt að festast í sömu æfingunum og því er innblástur vel þeginn.

Indíana Nanna Jóhannsdóttir er 25 ára einka- og hóptímaþjálfari, vefstjóri og bloggari. Að setja saman fjölbreyttar og krefjandi æfingar er hennar helsta áhugamál og með því að deila þeim á Instagram vill hún hvetja fólk til að prófa eitthvað nýtt og njóta þess að hreyfa sig. Keyrum þessa viku í gang með góðri æfingu frá Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur.