Enski boltinn

Ederson byrjaður að æfa með hjálm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ederson þurfti að fá mikla aðhlynningu eftir atvikið á laugardag.
Ederson þurfti að fá mikla aðhlynningu eftir atvikið á laugardag. Vísir/Getty
Ederson, markvörður Manchester City, mætti á æfingu í dag en hann fékk þungt högg í andlit í leik liðsins gegn Liverpool á laugardag.

Sauma þurfti átta spor í kinn Brasilíumannsins en skurðinn fékk hann eftir að hafa fengið takkana undan skó Sadio Mane, leikmanni Liverpool, í sig. Mane fékk að líta rauða spjaldið fyrir.

Manchester City mætir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið og er óvíst hvort að Ederson verði klár í slaginn. Hann æfði með hjálm líkt og þeim sem Petr Cech hefur notað um árabil.

Ef að Ederson spilar ekki á miðvikudag mun Claudio Bravo standa vaktina í marki City í hans stað.


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.

Sjáðu áverka Ederson | Mynd

Markmaður Manchester City, Ederson, skartar vígalegu sári á andliti eftir samstuð hans og Sadio Mane, leikmanns Liverpool, í leik liðanna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×