Íslenski boltinn

Milos hættur hjá Víkingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem þjálfari og leikmaður.
Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem þjálfari og leikmaður. vísir/anton
Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla.

„Samkomulag hefur orðið á milli Knattspyrnudeildar Víkings og Milos Milojevic að hann láti af störfum sem þjálfari Pepsi deildar liðs félagsins frá og með deginum í dag. Ástæða starfslokanna er skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur,“ segir í fréttatilkynningu frá Víkingi.

Milos, sem er 34 ára, tók við sem aðalþjálfari Víkings sumarið 2015 af Ólafi Þórðarsyni en þeir stýrðu liðinu í sameiningu framan af sumri. Milos var áður aðstoðarmaður Ólafs auk þess sem hann lék með Víkingi og þjálfaði yngri flokka félagsins.

Víkingur endaði í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, á eina heila tímabili Milos við stjórnvölinn.

Víkingar sitja í 10. sæti Pepsi-deildarinnar eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn öðru þjálfaralausu liði, Breiðabliki, á sunnudaginn.

Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklija munu stýra Víkingi tímabundið að því er fram kemur í fréttatilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×