Enski boltinn

Zola rak sjálfan sig | Redknapp tók við

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zola eftir sinn síðasta leik hjá Birmingham.
Zola eftir sinn síðasta leik hjá Birmingham. vísir/getty
Ítalinn Gianfranco Zola sagði í gær starfi sínu hjá Birmingham lausu. Hann entist fjóra mánuði í starfi hjá félaginu.

Það er vel skiljanlegt að þessi fimmtugi stjóri hafi hætt enda vann Birmingham aðeins tvo leiki af þeim 24 þar sem hann stýrði liðinu.

Birmingham er rétt fyrir ofan fallsætin í ensku B-deildinni er þrjár umferðir eru eftir. Zola treystir sér ekki í að klára verkið.

„Ég rak sjálfan mig. Gaf sjálfum mér uppsagnarbréf,“ sagði Zola.

„Mér þykir þetta leiðinlegt því ég kom hingað með miklar væntingar. Því miður hefur þetta ekki gengið upp og ég tek fulla ábyrgð á því. Birmingham á betra skilið og ef mér finnst ég ekki geta breytt þessu þá á ég að fara.“

Í morgun bárust svo þau tíðindi að gamli refurinn Harry Redknapp hefði verið ráðinn í stað Zola til þess að bjarga málunum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×