Körfubolti

LeBron: Ekki dirfast að tala um börnin mín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron er ekki kátur með LaVar Ball.
LeBron er ekki kátur með LaVar Ball. vísir/getty
Umdeildasti pabbinn í bandarísku íþróttalífi í dag, LaVar Ball, hefur náð þeim áfanga að æsa sjálfan LeBron James upp.

Ball á afar efnilega körfuboltastráka sem hann ætlar sér að græða á. Hann er búinn að rífast meðal annars við Charles Barkley og LeBron varð reiður er Ball fór að tala um börn James.

„Þetta verður erfitt fyrir krakkana hans James því pabbi þeirra var svo góður í körfubolta. Því fylgir mikil pressa og krakkarnir fara að hugsa um af hverju þeir þurfi að vera eins og pabbi þeirra,“ sagði Ball í viðtali á dögunum og þetta viðtal fór ekki fram hjá James sem snöggreiddist.

„Hann má tala um vörumerkið sitt, syni sína, körfubolta og hann má tala um mig. En hann skal ekki dirfast að tala um börnin mín og draga mína fjölskyldu inn í sín mál.“

LeBron á tvo mjög efnilega syni sem eru 9 og 12 ára.

NBA

Tengdar fréttir

Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn

NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra.

Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá

LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×