Íslenski boltinn

Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer Páll er kominn í gula búninginn.
Kristófer Páll er kominn í gula búninginn. mynd/ka
KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo.

Kristófer Páll, sem er 19 ára, sló í gegn með Leikni F. í sumar en hann skoraði 10 mörk í 22 leikjum í Inkassodeildinni.

Fjögur af þessum 10 mörkum komu í ótrúlegum sigri Leiknismanna á HK í lokaumferð deildarinnar en með honum bjargaði liðið sér frá falli niður í 2. deild.

Kristófer Páll er uppalinn hjá Leikni F. en fór til Víkings R. fyrir tveimur árum. Hann hefur ekki enn leikið með meistaraflokki Víkings R.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu KA eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í haust eftir 12 ára fjarveru.

Í gær samdi Ásgeir Sigurgeirsson við KA til tveggja ára en auk hans hafa Aleksandar Trninic og Guðmann Þórisson gert nýja samninga við Akureyrarliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×