Erlent

Ítalir huldu naktar styttur fyrir fund með Íransforseta

Bjarki Ármannsson skrifar
Styttunum var komið fyrir í kössum til þess að komast hjá því að móðga Rúhaní.
Styttunum var komið fyrir í kössum til þess að komast hjá því að móðga Rúhaní. Vísir/AP
Fjölmargar styttur sem sýna nakta líkama voru í dag huldar í listasafninu í Róm þar sem Hassan Rúhaní Íransforseti fundaði með Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Styttunum var komið fyrir í kössum til þess að komast hjá því að móðga Rúhaní, en viðhorf til nektar eru önnur í Íran en Ítalir eiga að venjast.

Þá hafa ítölsk yfirvöld jafnframt ákveðið að bera ekki fram vín í máltíðum með forsetanum en Íran er sem kunnugt er múslimaríki og lög gegn áfengisneyslu eru þar mjög ströng. Frakkar, sem Rúhaní heimsækir næst, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki sleppa víni á meðan heimsókn hans stendur.

Margir Ítalir hafa lýst yfir óánægju með þá ákvörðun að hylja aldagömul listaverk með þessum hætti og hafa sumir deilt myndum af styttum sem sýna nakta líkama á Twitter til að ögra Rúhaní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×