Viðskipti innlent

Í beinni: Arðsemi orkuútflutnings

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vísir sýnir beint frá fundi VÍB um Arðsemi orkuútflutnings sem haldinn er í Hörpu. Fundurinn byrjar klukkan 17.00.

Ola Borten Moe, fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, verður sérstakur gestur fundarins sem er ætlað að skapa umræðu um orkumál á Íslandi og það hvort sæstrengur sé raunhæf eða yfirhöfuð æskileg framkvæmd. Ola Borten Moe mun deila reynslu sinni af alþjóðlegum orkumarkaði. Hann mun svara spurningum um reynslu Norðmanna af orkuútflutningi og framtíðaráform þeirra, hvort raunhæft sé að leggja sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu og hvort orkuútflutningur um sæstreng frá Íslandi yrði arðbær, ásamt fleiru.

Að lokinni framsögu fara fram pallborðsumræður og auk Ola Borten Moe verða þátttakendur Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners.

Fundarstjóri verður Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB en Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður orkusviðs Íslandsbanka, stýrir umræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×