Innlent

Uglur hópast saman í Laugardal

brandugla í laugardalnum Undanfarið hafa sést fjölmargar uglur í dalnum. mynd/stefán freyr margrétarson
brandugla í laugardalnum Undanfarið hafa sést fjölmargar uglur í dalnum. mynd/stefán freyr margrétarson
Uglur hafa hópast saman og haldið til í Laugardalnum í Reykjavík frá því um miðjan janúar. Bæði hafa sést branduglur og eyruglur, en suma daga hafa margir fuglar af þessari sérstöku tegund hópast saman á litlu svæði.

Hannes Þór Hafsteinsson, náttúrufræðingur og starfsmaður Borgargarða, hefur um árabil fylgst með fuglalífinu í dalnum, meðfram vinnu sinni. Hann hefur aldrei séð neitt þessu líkt, enda virðist um einstakt fyrirbrigði að ræða. „Við urðum fyrst varir við uglurnar um miðjan janúar. Mest höfum við séð átján uglur saman; fimmtán eyruglur, tvær branduglur og síðan eina sem við náðum ekki að greina," segir Hannes.

Uglurnar hafa fangað athygli fuglaáhugamanna sem vilja fylgjast með þessum fallegu fuglum. Hannes segir að síðan í október hafi sést 40 eyruglur, en samkvæmt hans upplýsingum ber mjög mikið á þessari tegund í Norður-Evrópu um þessar mundir.

„Ég hef starfað lengi í Laugardalnum, síðan 2004, og hef aldrei áður séð eyruglur hérna. Þetta er eitthvað mjög sérstakt." - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×