Innlent

Segir vegtolla algerlega óásættanlega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir segir vegtollana algjörlega óásættanlega.
Aldís Hafsteinsdóttir segir vegtollana algjörlega óásættanlega.
Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.

Til stendur að fjármagna nýja vegagerð, svo sem breikkun Suðurlandsvegar, með vegtollum líkt og gert er í Hvalfjarðargöngunum. „Ég held ég geti talað fyrir hönd allra Sunnlendinga þegar ég segi að við höfnum þessum hugmyndum alfarið," sagði Aldís í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Aldís sagði að um tvísköttun væri að ræða því að nú þegar væri verið að reiða umtalsverðar upphæðir í formi eldsneytisgjalda til ríkissjóðs. „Það er því með ólíkindum að það skuli eiga að skattleggja aukalega þá sem nota þennan veg mest," segir Aldís.

Aldís bendir á að það sé ekki um aðra kosti í umferðinni að ræða í stað Suðurlandsvegar. „Erlendis hefur vegtollum verið beitt þegar þú getur valið milli hraðbrauta annarsvegar eða sveitavega þar sem þú ferð hægar yfir, en hér er því ekki að dreifa," sagði Aldís.

Ríflega 31 þúsund manns hafa nú skráð sig á lista FÍB til þess að mótmæla fyrirhuguðum vegtollum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×