Innlent

Yfirmaður í Arion sakaður um kynferðislega áreitni

Arion Banki.
Arion Banki.
„Bankinn lítur mál af þessum toga mjög alvarlegum augum," segir upplýsingafulltrúi Arion Banka, Haraldur Guðni Eiðsson, en þar hefur starfsmaður bankans farið í leyfi á meðan ásakanir á hendur honum um kynferðisáreitni á vinnustað eru skoðuð.

Vefmiðillinn Pressan greindi frá því í morgun að minnsta kosti fjórar konur sökuðu manninn óformlega um kynferðislega áreitni á vinnustað. Það fólst meðal annars í hreinskilinni viðreynslu, eins og það er orðað á Pressunni, og óviðeigandi smáskilaboðum.

Það skal tekið fram að engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram vegna málsins. Engu að síður hefur bankinn brugðist við ásökununum og ætlar að kanna málið til hlítar. Að sögn Haralds verða utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til þess að kanna staðreyndir málsins og aðstoða þá sem telja á sér brotið.

Starfsmaðurinn óskaði sjálfur eftir því að vera leystur tímabundið frá störfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×