Viðskipti innlent

Milljónir teknar út úr SpKef fyrir helgi

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Tugir milljóna voru teknar út af reikningum í SPKEf á föstudag vegna yfirvofandi samruna sparisjóðsins og Landsbankans. Óttast er að stórir viðskiptavinir SPkef hyggist taka út sínar innstæður þegar bankinn opnar á morgun.

Þegar ljóst var að SPkef sparisjóður yrði yfirtekinn af Landsbanka Íslands var stór hluti af lausafjár bankans tekinn út. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir sem taka peningana út eru þannig ekki hræddir við að tapa þeim, heldur er um að ræða innlán þeirra aðila sem ekki vilja eiga í viðskiptum við Landsbankann. Samkvæmt heimildum fréttastofu má ennfremur leiða líkur að því frekari upphæðir verði teknar út á mánudaginn.

Stærstu viðskiptavinir Spkef sparisjóðs eru sveitarfélögu, stofnanir og fyrirtæki. Þessi viðskiptavinir eiga í samningsviðskiptum við sparisjóðinn sem þýðir að viðskiptin eru bundin í vissan tíma. Í flestum tilfellum er um að ræða samninga sem gilda viku í senn, mánuð eða ársfjórðung.

Heimildir fréttastofu herma að einhverjir þessara viðskiptavina endurnýji ekki samning sinn þegar hann verður laus þar sem næst verður samningurinn gerður við Landsbankann eftir samruna hans og SPkef sparisjóðs.

Ríkið lagði Landsbankanum til ellefu komma tvo milljarða við samruna hans við SPkef til að uppfyllla lögbundna kröfu um eigið fé. Sú tala er miðuð við stöðu SPkef áður en innstæðurnar voru teknar út. Þannig gæti kostnaður ríkisins við samrunann aukist verulega ef fleiri viðskiptavinir neita að endurnýja samninga sína til að Landsbankinn standist þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið setur.

Því bíður Landsbankanum það verkefni að sannfæra þessa viðskiptavini um að halda áfram viðskiptum þrátt fyrir samrunann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×