Körfubolti

Haukar töpuðu stórt í Hveragerði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hamar í kvöld.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hamar í kvöld. Mynd/Stefán

Hamar gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á bikarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í kvöld, 89-58. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn.

Haukum var spáð þriðja sæti deildarinnar í haust og fóru vel af stað með sigri á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni. Í kjölfarið fylgdi þægilegur sigur á Grindavík en Haukar áttu aldrei möguleika í kvöld.

Hamar byrjaði af miklum krafti í kvöld og komst í 27 stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 38-11.

Þar með var leiknum í raun lokið og sigur Hamars aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 53-22.

Hamar hefur einnig farið af stað með miklum krafti í haust og er, eins og Keflavík, ósigrað á toppi deildarinnar með sex stig. Fyrr í dag vann Keflavík stórsigur á 118-62.

Stig Hamars: Jaleesa Butler 24 (9 fráköst, 4 varin skot), Kristrún Sigurjónsdóttir 22 (4 fráköst), Slavica Dimovska 18, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10 (5 fráköst, 6 stoðsendingar), Jenný Harðardóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 3.

Stig Hauka: Íris Sverrisdóttir 22 (5 fráköst), Guðrún Ósk Ámundardóttir 8 (4 fráköst), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7 (9 fráköst), María Lind Sigurðardóttir 6, Helga Jónasdóttir 4 (4 fráköst), Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Telma Björk Fjalarsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 1, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×