Viðskipti innlent

Spónn fyrir íslenskan landbúnað

Fyrirtækið framleiðir spón fyrir íslenskan landbúnað og hyggur á frekari vöruþróun.
Fyrirtækið framleiðir spón fyrir íslenskan landbúnað og hyggur á frekari vöruþróun.
Endurvinnslan Fengur ehf. áætlar að framleiða 3-4 þúsund tonn af spóni á ári fyrir íslenskan landbúnað. Við endurvinnsluna er hrein orka, jarðgufa, notuð við framleiðsluna. Þá er verið að búa til vöru úr endurvinnanlegu hráefni, með því að nýta timbur sem áður var að mestu urðað í jörðu eða notað til brennslu í stóriðjum, að því er segir í tilkynningu.

Spónninn er notaður til undirburðar fyrir hesta og annan búfénað hér á landi, en í dag nemur innflutningur á undirburði 300-500 milljónum króna á ári.

Endurvinnslan er til húsa í Hveragerði þar sem áhersla er lögð á vistvæna orkugjafa til framleiðslunnar, eins og jarðgufuna. Nú þegar hafa skapast nokkur ný störf og vonir standa til að þeim fjölgi í allt að tíu á næstu misserum.

Töluvert magn af vörubrettum og öðru timbri fellur til hérlendis á hverju ári. Fengur hyggst endurnýta timbur í auknum mæli. Timbrið býður einnig upp á mikla möguleika á framleiðslu á fleiri vörum.

Fengur ehf. hyggur á frekari vöruþróun, að því er segir í tilkynningu.

Fengur ehf. var stofnað árið 2009 af Sigurði G. Halldórssyni.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×