Erlent

Kínverjar sleppa meintum morðingja norskrar stúlku úr haldi

Samskipti Noregs og Kína eru við frostmarkið. Nú hafa kínversk yfirvöld leyst úr haldi meintan morðingja norskrar stúlku.

Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum og víðar á Norðurlöndunum. Margir Norðmenn telja að um sé að ræða hefnd af hendi Kínverja sökum þess að norska Nóbelnefndin veitt kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels en það hefur haft víðtækar afleiðingar í samskiptum landanna.

Pernille Thornsen, norska stúlkan sem hér um ræðir, var myrt í Búdapest í Ungverjalandi í ágúst síðastliðnum. Kínverjinn sem grunaður eru um verknaðinn, er fyrrum kærasti stúlkunnar en hann flaug heim frá Ungverjalandi um klukkutíma eftir morðið. Hann var handtekinn við heimkomuna og hefur verið í haldi síðan.

Hann var hinsvegar skyndilega látinn laus úr haldi í vikunni. Kínversk yfirvöld segja ástæðuna þá að ekki hafi borist rannsóknargögn frá Ungverjalandi. Þá virðist ekki ljóst hvort Kínverjanum var sleppt fyrir eða eftir að friðarverðlaunin voru tilkynnt.

Fjölskylda Pernille vonast til að Kínverjinn verði dreginn fyrir dóm og refsað fyrir morðið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×