Lífið

Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakóngi

Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á dögunum. Hún hefur á ferli sínum spáð fyrir fjölda fólks, þar á meðal Placido Domingo og Harry Belafonte.
Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á dögunum. Hún hefur á ferli sínum spáð fyrir fjölda fólks, þar á meðal Placido Domingo og Harry Belafonte.

Spákonan Sigríður Klingenberg var fengin til að spá fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á meðan hann dvaldi á Hótel Rangá á dögunum. Þau hittust í litlum glersal á hótelinu og ræddu saman í vel á fjórðu klukkustund. Fullt tungl var þennan dag, 24. ágúst, og gekk fundurinn svo vel að þau hittust aftur daginn eftir á hótelinu og áttu annað spjall. Sigríður spáði einnig fyrir föruneyti Karls, sem samanstóð af fjölda áhrifamanna í Svíþjóð, þar á meðal yfirmanni hjá sænska hernum.

Sigríður vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hana en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins spáði hún í augun á Svíakonungi og gaf honum íslenskan Baggalúts-kraftaverkastein.

Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var Karl Gústav hér á landi í einkaerindum. Hann renndi fyrir lax í Rangá, skoðaði sig um undir Eyjafjöllum og endaði dvöl sína með góðu partíi á skemmtistaðnum Austur sem hann hafði látið taka frá fyrir sig fimmtudagskvöldið 26. ágúst. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Sigríður Klingenberg á meðal gesta á Austur og ein þeirra sem skáluðu með kónginum í kampavíni.

Sigríður Klingenberg hefur lengi verið í fararbroddi á meðal íslenskra spákvenna. Fyrir tveimur árum setti hún heimsmet þegar hún spáði fyrir 198 manns í flugvél á leið frá Keflavík til Kaupmannnahafnar. Hún hefur spáð fyrir fjölda frægra einstaklinga og nægir þar að nefna stórtenórinn Placido Domingo sem hún hitti tvívegis, bæði í Barcelona og heima á Íslandi, í tengslum við tónleika hans í Egilshöll árið 2005. Hún spáði einnig fyrir söngvaranum Harry Belafonte þegar hann kom hingað til lands fyrir sex árum á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.

freyr@frettabladid.is

f
f


f





Fleiri fréttir

Sjá meira


×