Erlent

Ofurölvaður maður reyndi að endurlífga pokarottu

Pokarotta.
Pokarotta.

Lögreglan í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum hefur ákært mann fyrir ölvun á almannafæri eftir að hann reyndi að endurlífga dauða pokarottu sem hafði verið ekið yfir á þjóðvegi nærri Pittsburgh.

Samkvæmt fréttavef BBC á Donald Wolfe, sem er 55 ára gamall, að hafa reynt munn við munn aðferðina á dauðri pokarottu á þjóðveginum um 105 kílómetra frá borginni Pittsburgh.

Vitni sem sáu manninn lýsa hegðun hans þannig að hann hafi bograð yfir hræinu, gefið því hjartahnoð og endað á því að reyna munn við munn aðferðina til þess að blása lífi í það.

Lögreglan kom svo á vettvang stuttu síðar og handtók manninn sem var ofurölvaður.

Pokarottur eru á stærð við heimiliskött. Ekki er óalgengt að það sé ekið á dýrin á þjóðveginum á þessum slóðum.

Skemmst er frá því að segja að endurlífgunartilraunir mannsins báru ekki árangur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×