Erlent

Trúarofstækismenn vilja grýta íslenska drápshvalinn

Þessi mynd var tekin rétt áður en hvalurinn greip í taglið á Dawn Brancheau og dró hana með sér á botn laugarinnar.
Þessi mynd var tekin rétt áður en hvalurinn greip í taglið á Dawn Brancheau og dró hana með sér á botn laugarinnar.

Trúarofstækisfólk í samtökunum Fjölskyldusamtök Bandaríkjanna (The American Family Association), vilja grýta íslenska háhyrninginn Tilikum sem varð þjálfara sínum, Dawn Brancheau, að bana í Sea World á dögunum.

Samtökin birtu yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem þau segja að réttast væri, í samræmi við biblíuna það er að segja, að hvalurinn verði grýttur til bana sem og eigandi hans. Sem er yfirþjálfari Sea World.

Hvalurinn er íslenskur en hann var fangaður við Íslandsstrendur á níunda áratugnum og fluttur til Bandaríkjanna. Hvalurinn virðist vera heldur hættulegur en hann er grunaður um að hafa orðið þremur manneskjum að bana frá árinu 1991.

Hvalurinn, sem er kallaður Tilly, varð þjálfara sínum að bana á dögunum eftir skemmtiatriði. Tilly greip þá í tagl þjálfarans og dró hana niður á botn laugarinnar þar sem hún drukknaði.

Háhyrningurinn er eitt hættulegasta rándýr hafsins og er flokkað í hóp með hinum illvígu hákörlum.

Kristilegu samtökin hinsvegar berjast fyrir kristilegum áherslum í bandarísku samfélagi og eru gríðarlega íhaldssöm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×