Innlent

Lögbann á torrent.is staðfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur staðfesti í dag lögbann sýslumannsins í Hafnarfirði á rekstri vefsíðunnar torrent.is, en á síðunni var höfundarvörðu efni, svo sem tónlist og myndböndum dreift um netið.

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði lagði lögbann við rekstri síðunnar þann 19. nóvember 2007. Stef höfðaði mál í hitteðfyrra og krafðist þess meðal annars að lögbannið yrði staðfest með dómi og viðurkennd yrði bótaskylda Istorrent og Svavars Lútherssonar eiganda síðunnar.

Nú hafa Héraðsdómur Reykjaness og Hæstiréttur Íslands staðfest lögbann sýslumanns.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×