Innlent

Köstuðu tómatsósu og sinnepi á sumarhús Hreiðars Más

Hreiðar Már.
Hreiðar Már.

Óprúttnir aðilar köstuðu tómatsósu og sinnepi á sumarhús í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar í Stykkishólmi í nótt. Að sögn varðstjóra lögreglunnar urðu engar skemmdir á húsinu. Auðvelt reyndist að þvo ófögnuðinn af veggjum hússins en það voru ættingjar eigandans sem sáu um þrifin.

Þessi árás er ein af fjölmörgum á eignir útrásavíkinga. Oftast hefur rauð málning verið notuð til þess að túlka reiði þess sem skvettir. Það er talsvert erfiðara að ná henni af húsum og bílum heldur en sinnepi og tómatsósu sem flestir brúka á pylsur frekar en hús.

Varðstjórinn í Stykkishólmi sagðist ekki hafa neinar sérstakar getgátur um það hvers vegna tómatsósan og sinnepið hafi verið notað. Hann sagðist helst búast því að vargarnir hefðu ekki haft efni á málningu, enda náði góðærið aldrei út á landsbyggðina að sögn varðstjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×