Innlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla sendir skýr skilaboð

Ólafur Elíasson.
Ólafur Elíasson. Mynd/Valgarður Gíslason

Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins, segir að samstaða sé eina vopn Íslendinga í Icesave deilunni við Hollendinga og Breta. Þjóðaratkvæðagreiðsla sendi skýr skilaboð. „Með þjóðaratkvæðagreiðslunni getum við sagt Bretum og Hollendingum að það eru takmörk fyrir því hversu langt við erum til í að ganga."

Alþingi samþykkti á áttunda tímanum í kvöld frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icsave laganna sem Alþingi samþykkti fyrir rúmri viku og forsetinn neitaði að staðfesta. Þjóðatkvæðagreiðsla um lögin sem fer fram í síðasta lagi 6. mars.

Ólafur segir mikilvægt að íslenska þjóðin krefjist sanngjarna Icesave samninga. Samstaða sé það eina koma til greina. „Það hljóta allir að sjá að það geti ekki undir neinum kringumstæðum verið þjóðinni hagfellt að við komum ekki saman sem ein rödd í þessu máli," segir Ólafur.


Tengdar fréttir

Stefnt á að ljúka málinu í dag

Stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta verður tekið til meðferðar á Alþingi í dag. Málið verður lagt fram á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu, og er stefnt að því að lögfesta það áður en dagur er að kveldi kominn.

Fyrstu umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu lokið

Fyrstu umræðu um frumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave er lokið og hefur málið verið sent allsherjarnefnd til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að önnur umræða um málið muni svo hefjast á Alþingi klukkan hálffimm. Áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga út á að frumvarpið verði orðið að lögum í lok dags.

Atkvæðagreiðslan hefst eftir hálfan mánuð

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram í síðasta lagi 6. mars en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst eftir hálfan mánuð. Stjórnarandstaðan vill að úrslitatilraun verði gerð til nýrra samninga en það telja margir flókið á meðan þjóðaratkvæðagreiðsla stendur fyrir dyrum.

Lög um þjóðaratkvæði samþykkt

Alþingi samþykkti á áttunda tímanum í kvöld frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icsave laganna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×