Innlent

Fráleitt að bera saman Icesave og lífeyrissjóðinn

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson segir fráleitt að bera saman skuldbindingar ríkisins vegna lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Icesave ævintýrið.

Í fréttum okkar á Stöð tvö í gærkveldi líkti Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave reinkninganna við skuldbindingar ríkissjóðs vegna B-deildar lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þær væru um 450 milljarðar króna, en ríkið hlypi undir bagga með sjóðnum ef hann ætti ekki fyrir skuldbindingum sínum. Ögmundur Jónasson, sem nú er í leyfi frá starfi sem formaður BSRB vegna ráðherrastarfa, segir þennan samanburð þingmannsins fráleitan.

„Þetta er fullkomlegt ábyrgðarleysi og undarlegt af Pétri Blöndal alþingismanni að fara í svona vangaveltur. Þetta er á engan hátt sambærilegt," sagði Ögmundur Jónasson og bætir við að Pétur Blöndal viti betur.

Icesave skuldbindingarnar skipti hundruðum milljarða, en skuldbindingar vegna lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna séu allt annars eðlis. Pétur sé að reikna skuldbindingar langt inn í framtíðina og geti því allt eins tekið saman allar skuldbindingar vegna almannatryggingakerfisins. Þessi samanburður eigi ekki rétt á sér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×