Innlent

Smáríki gegn GSM-sendum

GSM-sendar á Valhúsaskóla 
Á Íslandi eru viðmiðunarmörk útgeislunar GSM-senda 10 vött á fermetra en í Liechtenstein er verið að lækka þau í 0,001 vött. 
Fréttablaðið/vilhelm
GSM-sendar á Valhúsaskóla Á Íslandi eru viðmiðunarmörk útgeislunar GSM-senda 10 vött á fermetra en í Liechtenstein er verið að lækka þau í 0,001 vött. Fréttablaðið/vilhelm

 Þingið í Liechtenstein samþykkti í sumar að draga mjög úr leyfilegri hámarksgeislun frá GSM-sendum og eru mörkin þar orðin mun lægri en í nágrannalöndunum.

Einn staðall fyrir þessar geislanir er mældur með vöttum á fermetra. Liechtenstein ætlar að lækka leyfileg vött niður í 0,001 vatt á fermetra fyrir árið 2013.

Í Evrópusambandinu og á Íslandi er viðmiðið tíu vött á fermetra, en í Bretlandi 58. Liechtenstein var áður með sömu mörk og Sviss, 0,04 vött.

„Við þessar aðstæður verður ekki lengur hægt að að reka farsímakerfi,“ segir Christian Neuhaus, talsmaður símafyrirtækisins Swisscom. Fjögur stórfyrirtæki á símamarkaði hafa hótað að yfirgefa landið, þannig að þar yrði vart hægt að nota GSM-síma.

Breytingarnar hefðu í för með sér að sendarnir yrðu margfalt fleiri, og veikari hver og einn.

Þingið hefur brugðist við hótunum fyrirtækjanna með því að biðja ríkisstjórn landsins að athuga kosti ríkisrekins farsímakerfis, sem leigði síðan út sendigetu til einkafyrirtækja.

Þingið tók þessa ákvörðun með tilvísun til heilsufars almennings, en víða er deilt um hugsanlega skaðsemi GSM-bylgna. - kóþ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×