Innlent

Fjölmiðlar miskunnarlaust misnotaðir í umfjöllun um ESB

Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum og fyrrum ráðherra.
Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum og fyrrum ráðherra. Mynd/GVA
Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum og fyrrum ráðherra, segir að fjölmiðlar hafi miskunnarlaust verið misnotaðir í umfjöllun um Evrópumál að undanförnu. Þar á meðal Ríkisútvarpið. Þetta kom í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.

Ragnar segir fráleitt að túlka niðurstöður kosninganna á laugardaginn á þá vegu að meirihluti sé fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Jafnframt segir Ragnar að skoðanakannanir hafi sýnt að almenningur sé á móti inngöngu Íslands í ESB. Samfylkingarfólk þarf að átta sig á þessu, segir Ragnar.

Engu að síður telur Ragnar líklegast að Samfylkingin og Vinstri grænir myndi ríkisstjórn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×