Innlent

Segir hækkun skólagjalda nauðsynlega

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Menntamálaráðherra segir að nýsamþykktar breytingar á lögum um framhaldsskóla um hækkun á skólagjöldum nemenda í kvöldskóla hafi verið nauðsynleg aðgerð vegna niðurskurðar.

Alþingi þrefaldaði skólagjöldin hjá nemendum í kvöldskóla núna rétt fyrir jólin, að því er virðist án nokkurrar umræðu.

Samkvæmt nýsamþykktum lögum kostar rúmlega 260 þúsund krónur að sækja 35 eininga nám í kvöldskóla, en í lög um framhaldsskóla var sett inn ákvæði til bráðabirgða þar sem framhaldsskólum var heimilað að taka gjald sem nemur 7.500 krónum á hverja einingu, en upphæðin var áður 2.500 krónur á einingu.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg vegna niðurskurðar, en reynt hafi verið að mæta sparnaði með því að skera niður viðbótarþjónustur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×