Innlent

Telja útlendinga þurfa meira til framfærslu en Íslendinga

Karen Kjartansdóttir skrifar

Útlendingastofnun synjar tælenskri konu um búsetuleyfi, þar sem hún á ekki að geta framfleytt sér að mati stofnunarinnar. Konan er samt sem áður í fullu starfi hjá Þvottahúsi ríkisspítalanna.

Oft hefur verið deilt um hvort lágmarkslaun dugi raunverulega til þess að framfleyta fjölskyldu. Nú virðist Útlendingastofnun tekið af vafa um þetta mál. Þau duga ekki.

Lítum á þessa sögu:

Tipphawan Laopha hingað til lands Tælandi til að sameinast fjölskyldu sinni. Hún fékk hún vinnu hjá Þvottahúsi Ríkisspítalanna og hefur hún unnið þar síðan auk annarra starfa og gefið allt upp til skatts.

Samt sem áður var það mat Útlendingastofnunnar að konan gæti ekki séð fyrir sér því fyrir um ári ákvað stofnunin að miða framfærslu við tekjur eftir skatta. Það er þó ekki gert þegar reynt er að finna út hvað Íslendingar þurfa til að hafa í sig og á.

Tipphawan hefur unnið hér á dvalarleyfi sem gefið er út á atvinnurekanda. Eftir fjögur ár geta útlendingar sótt um búsetuleyfi sem ekki er gefið út á einstakan atvinnurekanda uppfylli þeir ákveðinn skilyrði. Katrín Theodórsdóttir lögfræðingur konunnar segir þetta undarlegt og spyr sig hvaða skilaboð Útlendingastofnun er með þessu að senda fólki á lágum launum.

"Skilaboðin frá Útlendingastofnun eru að það er ekki nóg fyrir útlending að vinna fulla vinnu hjá hinu opinbera og rúmlega það til þess að geta framfleytt sjálfum sér og sínu barni," segir Katrín en bætir við að svo virðist sem Íslendingar eigi að geta séð um sig á sömu kjörum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×