FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Bandarískur prófessor gerist sauđfjárbóndi á Íslandi

 
Lífiđ
04:15 08. DESEMBER 2009
Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignađist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guđrúnu. mynd/michael Novak.
Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignađist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guđrúnu. mynd/michael Novak.

Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is.

Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is.

„Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin.

Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær.

Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum.

sara@frettabladid.is


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Bandarískur prófessor gerist sauđfjárbóndi á Íslandi
Fara efst