MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST NÝJAST 16:53

Tíu sóttu um tvö embætti lögreglustjóra

FRÉTTIR

Bandarískur prófessor gerist sauðfjárbóndi á Íslandi

Lífið
kl 04:15, 08. desember 2009
Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignaðist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guðrúnu. mynd/michael Novak.
Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignaðist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guðrúnu. mynd/michael Novak.

Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is.

Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is.

„Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn," útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin.

Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið," segir Michael og hlær.

Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til," segir Michael að lokum.

sara@frettabladid.is


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífið 27. ágú. 2014 16:30

Kostuleg Donatella Versace tekur ísfötuáskoruninni

Í myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá tískudrottninguna Donatellu Versace taka hinni svokölluðu ísfötuáskorun. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 15:34

Féll í yfirlið á tónleikum Timberlake: Páll Óskar, sjúkraherbergi og týnd gleraugu

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir vill þakka öllum þeim sem veittu henni hjálparhönd eftir að hún féll í yfirlið á tónleikum Justin Timberlake á sunnudagskvöld. Jón Eyþór Gottskálksson, dansari Páls Óskar... Meira
Lífið 27. ágú. 2014 14:30

Hætt við að skilja

Pamela Anderson er óákveðin. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 12:48

Varð stjarna útaf ömmu sinni

Droniak skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um tveimur árum þegar hann byrjaði að birta myndbönd af sjálfum sér og ömmu sinni að keyra um og tala um allt og ekkert. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 12:00

Fjör í fimmtugsafmæli

Svandís Svavarsdóttir hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með fjölskyldu og vinum á Menningarnótt Meira
Lífið 27. ágú. 2014 11:42

„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“

Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 09:30

Reynir að vera ekki með stæla á barnum

Bergur Gunnarsson er að útskrifast sem bruggmeistari en draumurinn væri að opna íslenskt brugghús. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 09:00

Leitað að hundi stjörnubarns

Gæludýr Suri Cruise er týnt. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 18:30

Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins

Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 17:16

Blandaði einn „Justin Special“ fyrir Timberlake eftir ræktina

Ingunn Hlín Friðriksdóttir segir Justin Timberlake hafa lyktað vel, þrátt fyrir að vera nýkominn úr Nordica Spa þegar hún fékk mynd af sér með poppstjörnunni. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 15:15

Þrettán erlend bönd bætast við á Airwaves

Innan við þrír mánuðir eru í að flautað verði til leiks á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í nóvember. Listamenn voru kynntir til leiks í dag. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 12:45

"Kvikindið var ógeðslegt" - myndir

Hélt fyrst að þetta væri varta. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 12:30

Fótóbombaði Emmy-sigurvegarana

Scandal-stjarnan Kerry Washington í flippstuði. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 12:00

"Hann var skærasta stjarnan á vetrarbraut grínsins í næstum því fjörutíu ár“

Spéfuglinn Billy Crystal minntist Robins Williams á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 11:00

Sirkustjaldið Jökla fer í tímabundið frí

Uppselt var allar helgar á sýningar Sirkus Íslands en 104 sýningar eru að baki í Jöklu. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 10:15

Undirbúa forritara framtíðarinnar

Við Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti er börnum í 1. til 7. bekk kennd forritun og upplýsingatækni til að búa börnin undir störf framtíðar. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 10:08

Fáðu Hilmi Snæ beint í æð

Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir farsanum Beint í æð. Hilmir Snær leikur aðalhlutverkið, lækninn. Verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 31. október. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 09:30

Treður upp í sama klúbbi og Robin Williams gerði

Inga Kristjánsdóttir er 38 ára, þriggja barna móðir frá Akureyri sem reynir fyrir sér sem uppistandari vestan hafs. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 09:15

Allt þetta myrkur var ekki til einskis

"Með kvíða og félagsfælni næstum allt mitt líf" Meira
Lífið 26. ágú. 2014 09:04

Breaking Bad og Modern Family sigurvegarar kvöldsins

Emmy-verðlaunin afhent í 66. sinn í nótt. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 00:17

Rauður er litur Emmy-verðlaunanna

Vinsælt val á rauða dregilnum. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 00:04

Talaði af sér á rauða dreglinum

Hayden Panettiere á von á stúlku. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 23:25

Tók lestina á Emmy-verðlaunin

Spéfuglinn Jimmy Kimmel sker sig úr. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 23:16

Dökkklæddar á dreglinum

Emmy-verðlaunahátíðin í fullum gangi. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 22:59

Frumsýndi óléttukúluna á Emmy

Leikkonan Amanda Peet á von á sínu þriðja barni. Meira

Tarot

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Lífið / Bandarískur prófessor gerist sauðfjárbóndi á Íslandi
Fara efst