Innlent

Íslenska þjóðin hagnaðist líka á risa-lottóvinning

Höskuldur Kári Schram skrifar

Það eru fleiri sem hagnast á víkingalottóvinningi sem heppinn eldri hjón í Kópavogi hrepptu í vikunni. Erlendar skuldir íslenskra heimila gætu lækkað um allt að 300 milljónir króna vegna þessa.

Hjónin, sem eru komin á eftirlaunaaldur, unnu rúmlega 107 milljónir króna þegar dregið var í Víkingalottóinu á miðvikudag. Hjónin ætla að deila vinningnum með börnunum sínum fimm.

Vinningsféð kemur að mestu frá Norðurlöndum eða tæpar 100 milljónir króna. Það er greitt í erlendum gjaldeyri sem síðan verður skipt yfir í íslenskra krónur.

Þegar svona stórar upphæðir koma til landsins hefur það jákvæð áhrif á gengi krónunnar. Sérfræðingar - sem fréttastofa hefur talað við - meta að þessi upphæð - eitt hundrað milljónir króna - dugi til að styrkja krónuna um allt að 0,3 prósent.

Þegar krónan styrkist lækka erlendar skuldir heimila sem í dag nema um 300 milljörðum króna.

Svona styrking, þó hún sé ekki mikil dugar til að lækka skuldir heimila í krónum talið um nærr 300 milljónir.

Það eru því fleiri sem græða á Víkingalottóinu en heppnu hjónin í Kópavogi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×