Viðskipti innlent

McDonalds: Laukurinn á sama verði og gott viský

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur brotthvarf McDonalds hamborgarakeðjunnar frá Íslandi vakið heimsathygli. Frændur vorir á Norðurlöndunum eru þar engin undantekning en greint er frá málinu á helstu vefsíðum fjölmiðla þar.

Fyrirsögnin í Jyllands Posten á frétt um málið hljóðar svo: "Laukur á viský-verði lokar McDonalds". Raunar eiga dönsku fjölmiðlarnir það sameiginlegt að þeir vitna allir í viðtal við Jón Ögmundsson sem var með notendaréttinn á McDonalds á Íslandi.

"Fyrir kilo af lauk sem fluttur var frá Þýskalandi borgaði ég orðið það sama og fyrir flösku af góðu viskýi," segir Jón í þessu viðtali við Reuters.

Fram kemur að til að halda sjó hefði Jón þurft að hækka verðin á McDonalds á íslandi um 20% og þar með hefði landið toppað svokallað Big-Mac vísitölu sem mælir verð á hamborgurunum í þeim löndum heims þar sem McDonalds er til staðar.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×