Innlent

Íslenskar stúlkur enn í gæsluvarðhaldi í London

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stúlkurnar hafa sætt varðhaldi í Holloway fangelsinu.
Stúlkurnar hafa sætt varðhaldi í Holloway fangelsinu.
Mál tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru vegna vopnaðs ráns í Bretlandi í maí verður ekki tekið fyrir dóm þar í landi fyrr en eftir áramót, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Stúlkurnar sitja nú í varðhaldi í London.

Stúlkurnar voru handteknar í Northampton, skammt frá Lundúnum, í Englandi um miðjan júlímánuð. Þær eru grunaðar um að hafa beitt skotvopni í innbrotinu.

Stúlkurnar eru átján og nítján ára gamlar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×