Innlent

Forgangur krafna skiptir miklu - myndrænt

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Á myndinni sést munurinn á ábyrgð ríkisins eftir forgangi krafna.
Á myndinni sést munurinn á ábyrgð ríkisins eftir forgangi krafna.
„Ég held að margir hafi haldið að ef eignir Landsbankans dygðu fyrir þessum 670 milljörðum, þá væri íslenska ríkið stikkfrí í Icesave. Sú er ekki raunin," segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri gagnavinnslufyrirtækisins Datamarket.

Það er vegna þess hvernig forgangi krafna í Icesave samningnum er háttað. Samningurinn gerir ráð fyrir því að kröfurnar séu skiptar, þ.e. Ísland þarf alltaf að greiða ákveðið hlutfall lágmarkstryggingarinnar ef eignir Landsbankans duga ekki fyrir öllum innistæðum.

„Ef að kröfurnar væru óskiptar, þá fengju allir innistæðueigendur greitt sama hlutfall innistæðu sinnar. Ríkið þyrfti bara að fylla upp í ef eignir Landsbankans dygðu ekki upp í 16.500 pund eða 20.887 evrur," segir Hjálmar.

Þannig þyrfti íslenska ríkið til dæmis ekki að greiða neitt inn á reikning innistæðueiganda sem ætti fjörutíu þúsund pund ef eignir Landsbankans dygðu fyrir helmingi innistæðunnar.

Þetta kann að hljóma flókið fyrir flestum, og því hefur Datamarket brugðið á það ráð að setja deiluna um forgang krafna fram á myndrænan hátt svo almenningur átti sig betur á málinu.

„Við erum ekki að reyna að taka afstöðu með því hvor leiðin er rétt, heldur eingöngu sýna muninn á leiðunum tveimur," segir Hjálmar.

Glærusýningu Datamarket, þar sem forgangur krafna er útskýrður, má sjá hér að neðan, en fyrirtækið hefur einnig unnið Icesave reiknivél í samvinnu við Morgunblaðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×