Innlent

Bjarni: Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/GVA

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Jóhanna sagði að það væri útúrsnúningur að segja að þjóðin fái ekki að eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði að forminu til ráðgefandi. Ekki yrði farið gegn niðurstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu. Ljóst sé að breyta þurfi stjórnarskránni verði ákveðið að ganga í Evrópusambandið. Þá sagði hún að fyrir sitt leyti komi ekki til greina að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×