Innlent

Varar við ESB og Icesave samkomulaginu

Guðrún Magnúsdóttir á meirihluta í og rekur ESTeam AB sem er sænskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir tungumál.
Guðrún Magnúsdóttir á meirihluta í og rekur ESTeam AB sem er sænskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir tungumál.
Famkvæmdastjóri sænsks hugbúnaðarfyrirtækis vill ekki að Alþingi samþykki Icesave samkomulagið og varar við inngöngu Íslands í ESB.

Guðrún Magnúsdóttir á meirihluta í og rekur ESTeam AB sem er sænskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir tungumál. Fyrirtækið vinnur meðal annars fyrir Evrópusambandið.

Guðrún sem hefur verið búsett erlendis í til fjölda ára segir að að við lifum á tímum þar sem þjóðir geri hvað sem er til að komast yfir auðlindir annarra þjóða. Stríð um yfirráð séu oft háð án vopna. „Og þetta er það sem Bretland er að gera með að reyna að skuldbinda Ísland umfram getu," segir Guðrún sem efast um að Alþingi hafi heimild til að staðfesta Icesave samkomulagið. Hún vill að þjóðin greiði atkvæði um samkomulagið.

Þá telur Guðrún að það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu að svo stöddu. Hún kveðst hafa hafa verið ákafur stuðningsmaður aðildar Svíþjóðar að ESB á sínum tíma en forsendur þá hafi verið aðrar en þær sem snúi að Íslendingum í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×