Innlent

Alþingi niðurlægt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson gagnrýnir upplýsingagjöf til Alþingis.
Guðlaugur Þór Þórðarson gagnrýnir upplýsingagjöf til Alþingis.
Guðlaugur Þ. Þórðarson alþingismaður segir að þær fullyrðingar Mats Josefsson, efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, að það kosti 85% af vergri landsframleiðslu að endurreisa bankana séu allt aðrar upplýsingar en þær sem þingið hafi fengið. Ummælin lét Josefsson falla í sænskum fjölmiðli.

Josefson sagðist þar telja að endurreisn bankakerfisins myndi kosta miklu meira en Íslendingar gerðu sér grein fyrir. Guðlaugur gagnrýndi það harðlega að þingmenn fengu upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins í fjölmiðlum. Tók hann undir skoðun Birkis Jónssonar sem taldi að samskipti framkvæmdavaldsins við þingið væru niðurlægjandi fyrir Alþingi.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagði við þingumræður í dag að þegar Mats hefði talað um skuldir ríkissjóðs vegna endurreisn bankanna hefði hann verið með brúttóskuldir í huga. Þær myndu lækka aftur þegar eignir bankanna yrðu seldar. Hún sagðist telja að kostnaður við endurreisn bankakerfisins yrði milli 50 og 60% af landsframleiðslu.

Hart var deilt um málið við við upphaf þingfundar í dag og kröfðust þingmenn úr stjórnarandstöðunni að boðað yrði til fundar í viðskiptanefnd.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×