Viðskipti innlent

Byggingarkostnaður eykst meðan íbúðaverð lækkar

Alger umsnúningur hefur orðið á tengslunum milli íbúðaverðs og byggingarkostnaðar á undanförnum 18 mánuðum. Byggingarkostnaðurinn hefur aukist um 33% á meðan íbúðaverð hefur lækkað um 12% á þessu tímabili.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í daglegu fréttabréfi sínu en Hagstofan greindi frá því í gær að vísitala byggingarkostnaðar hefði hækkað um 0,2% í maí m.v. sama mánuð í fyrra. Hefur vísitalan því hækkað um 11,8% sem er lægsta 12 mánaða hækkun síðan í mars í fyrra.

Hagfræðideildin segir að á undanförnum árum hafi íbúðaverð hækkað mun meira en byggingarkostnaður sem skapaði mikinn hagnað hjá byggingarverktökum.

„Þessi þróun hefur nýlega tekið skarpa U-beygju," segir deildin.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×