SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebatian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Noregur og Leichtenstein verđa áfram í EES

 
Viđskipti erlent
09:08 14. MAÍ 2009
Noregur og Leichtenstein verđa áfram í EES

Stjórnvöld Noregs og Leichtenstein eru sammála um að halda áfram með EES-samninginn þrátt fyrir að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þetta var niðurstaða fundar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og Aurelia Frick utanríkisráðherra Leichtenstein á fundi þeirra tveggja í Madrid á Spáni í vikunni.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no er vitnað í viðtal við Störe sem segir að ráðherrarnir hafi rætt ítarlega um þá stöðu sem kynni að koma upp ef Ísland sækir um aðild að ESB. „Bæði löndin eru sammála um að EES verði áfram tenging þeirra við ESB," segir Störe.

Báðir utanríkisráðherrarnir vildu einnig undirstrika að þótt Ísland færi í aðildarviðræður við ESB væri landið áfram aðili að EES þar til niðurstaða um hvort af aðild eða ekki liggur fyrir.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Noregur og Leichtenstein verđa áfram í EES
Fara efst