Innlent

Ný ríkisstjórn - samantekt

Ný meirihlutastjórn VG og Samfylkingar á Bessastöðum á sjöunda tímanum í kvöld.
Ný meirihlutastjórn VG og Samfylkingar á Bessastöðum á sjöunda tímanum í kvöld. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum í landinu á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst rétt eftir klukkan sex í kvöld. í Þetta er fyrsta meirihlutastjórn tveggja vinstriflokka á Íslandi. Samanlagt hefur ríkisstjórnin 34 þingmenn af 63. Þing kemur væntanlega saman á föstudaginn.

Þau Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, kynntu nýja ríkisstjórn sína og stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag. Áður höfðu flokkarnir samþykkt sáttmálann og ráðherralista.

Steingrímur kvaðst enga dul draga á að við mikla erfiðleika væri að glíma en áherslan yrði á að endurreisn í anda norræns velferðarsamfélags. Bæði lýstu þau mikilli ánægju með ríkisstjórnarmyndunina sem Steingrímur sagði fyrstu hreinu vinstri grænu ríkisstjórn á Íslandi.

Jóhanna sagði að unnið verði að þjóðarsamstöðu um stöðguleikasáttmála og að ríkisstjórnin hefði sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem lúta meðal annars að efnahagsmálum.

Tillaga um aðildarumsókn lögð fyrir Alþingi

Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður lögð fram á fyrstu dögum þingsins, en Alþingi kemur saman á föstudag. Steingrímur sagði Vinstri græna þó ekki hafa hvikað frá andstöðu sinni við aðild.

Umbylta á kvótakerfinu



Ríkistjórnin ætlar að hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins á næstu hundrað dögum. Þá áformar stjórnina að umbylta kvótakerfinu og innkalla aflaheimildir í áföngum og síðan úthluta þeim upp á nýtt.

Stjórnkerfisbreytingar

Þá verður ráðuneytunum fækkað úr 12 í 9 á kjörtímabilinu. Stofnað verður sérstakt atvinnuvegaráðuneyti eigi síðar en um mitt kjörtímabilið. Strax verður stofnað nýtt ráðuneyti efnahagsmála í stað viðskiptaráðuneytis og færast nokkur verkefni frá forsætis- og fjármálaráðuneytinu þangað. Seðlabankinn og Hagstofa heyra einnig undir nýja ráðuneytið. Þá er stefnt á að sameina verkefni og stofna nýtt innanríkisráðuneyti en samgöngumál munu meðal annars heyra undir það. En búast má við breytingum á ráðherralistanum á kjörtímabilinu.

Gegnsæi í orkusölusamningum

Ríkisstjórnin að stuðla að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðju fyrirtækja. Varnamálastofnun og loftrýmisgæsla við Ísland verða endurskoðuð og stækka á friðland í Þjórsárverum.

100 daga áætlun - Icesave, persónukjör og stöðugleikasáttmáli

Ríkisstjórn hefur sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem fela meðal annars í sér að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave - samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör og ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands.

Ríkisstjórnin - fjórir nýir ráðherrar

Jóhanna Sigurðardóttir verður áfram forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Kristján Möller samgönguráðherra. Katrín Júlíusdóttir kemur ný inn í ríkisstjórn af hálfu Samfylkingarinnar og tekur við iðnaðarráðuneytinu af Össuri og Árni Páll Árnason er einnig nýr inn í ríkisstjórn og sest í stól félagsmálaráðherra í stað Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Hún verður forseti Alþingis í stað flokksbróður síns Guðbjrats Hannessonar.

Hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði halda þrír ráðherrar sínum fyrri embættum, þau Steingrímur J. Sigfússon sem verður fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir situr áfram í menntamálaráðuneytinu og Ögmundur Jónasson í heilbrigðisráðuneytinu. Jón Bjarnason er nýr ráðherra og tekur við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu af formanni sínum og Svandís Svavarsdóttir sest í stól umhverfisráðherra í stað Kolbrúnar Halldórsdóttur sem ekki náði kjöri á þing í kosningunum hinn 25. apríl.

Utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir halda embættum sínum í viðskiptaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu.

Ráðherrar nýju stjórnarinnar eru tólf, en þeir voru tíu í fyrrverandi stjórn.


Tengdar fréttir

Stefnt að því að hefja aðildarviðræður í júlí

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna mun óska eftir að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið í júlí nái þingsályktunartillaga flokkanna fram að ganga. Þetta kom fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hótel Sögu í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Svandís: Tek við góðu búi af Kolbrúnu

„Umhverfisráðuneytið er gríðarlega mikilvægt flaggskip fyrir grænan flokk. Ég vona að ég valdi því með góðra manna hjálp,“ segir Svandís Svavarsdóttir, nýr umhverfisráðherra. „Ég tek við afar góðu búi af Kolbrúnu Halldórsdóttur.“

Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar

Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag.

Mikið verk að vinna

„Þetta er gríðarleg áskorun en nú er bara að bretta upp ermar. Ég er mjög ánægð með þessa ríkisstjórn og stjórnarsáttmálann sem er öflugur, en það þarf aldeilis að taka til hendinni,“ segir Katrín Júlíusdóttir en tilkynnt var fyrr í dag að hún taki við af Össuri Skarphéðinssyni sem iðnaðarráðherra.

Aðildarumsókn fyrir þingið í vor - nýr stjórnarsáttmáli

Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Kynning á nýjum stjórnarsáttmála er að hefjast og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Stöð 2.

Þjóðin standi saman og efli íslenska atvinnuvegi

Jón Bjarnason, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill að þjóðin standi saman og efli íslenska atvinnuvegi. „Sóknarfæri þjóðarinnar liggja ekki hvað síst í íslenskum landbúnaði og sjávarútvegi. Þar eru tækifærin.“

Fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum

Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom saman í síðasta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 17. Stjórnin var mynduð sunnudaginn 1. febrúar og varði Framsóknarflokkurinn hana með hlutleysi sínu. Samfylking og Vinstri grænir fengu meirihluta í kosningunum fyrir hálfu mánuði og ákváðu flokkarnir fyrr í dag að mynda saman nýja meirihlutastjórn.

Stjórnarsáttmálinn mikil vonbrigði

„Um leið og ég óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar þá verð ég að segja að stjórnarsáttmálinn veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurður um nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar.

Svandís og Jón nýir ráðherrar VG

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar.

Sjávarútveginum send slæm skilaboð - ósamstíga í Evrópumálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tvennt standa upp úr eftir blaðamannafund forystumanna tilvonandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Annars vegar hversu ósammála flokkarnir eru í Evrópumálum og hins vegar þau vondu skilaboð sem fyrirtækjum í sjávarútvegi voru send.

Ný ríkisstjórn líklega mynduð í dag

Nú stendur yfir flokksráðsfundur Vinstri grænna á Grand Hótel í Reykjavík en fundurinn mun taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar á Hótel Sögu klukkan eitt.

Fyrsta meirihlutastjórn vinstriflokka hér á landi

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verður mynduð í dag og verður þetta í fyrsta meirihlutastjórn tveggja vinstri flokka á Íslandi. Ríkisráðsfundir hafa verið boðaðir á Bessastöðum síðdegis þar sem stjórnarskiptin fara fram. Síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar hefst klukkan 17 og fyrsti fundur nýrrar stjórnar hefst klukkan 18:15.

Stjórnarsáttmálinn borinn undir Samfylkingarfólk

Flokksstjórn Samfylkingar kom saman á Hótel sögu klukkan 13 dag. Þar mun Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Á fundinum verður borin upp tillaga um stjórnarsáttmála milli flokkanna og skipan ráðherra Samfylkingarinnar.

Sigmundur og Bjarni lítt hrifnir

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokkssin eru lítt hrifnir af stjórnarsáttmálan ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Þeir segja að að skýrar tillögur skorti í efnahagsmálum og það sé sorglegt að ríkisstjórnin reiði sig á stjórnarandstöðuna í stærsta málinu.

Árni kominn með lykla að draumaráðuneyti jafnaðarmanna

„Ég held að allir sem vilja vinna fyrir jafnaðarmannaflokk Íslands dreymi um að fá tækifæri til að vinna í félagsmálaráðuneytinu,“ segir Árni Páll Árnason, nýr félags- og tryggingarmálaráðherra. Hann tók í kvöld við lyklum af ráðuneytinu úr hendi flokkssystur sinnar, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur.

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG á Bessastöðum

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í rétt eftir klukkan 18 í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×