Innlent

Á annað þúsund á sigurhátíð á Aursturvelli

Talið er að vel á annað þúsund manns hafi mætt á fund Radda fólksins á Austurvelli í dag, en þetta er sautjándi laugardagurinn í röð sem samtökin boða þar til fundar.

Í dag var um sigurhátíð að ræða að mati Radda fólksins, enda ríkisstjórnin að fara frá og kosningar í vændum, eins og krafist var. Auk þess sem stjórn Fjármálaeftirlitsins er farin frá, en enn á þó eftir að losna við stjórn Seðlabankans að mati þeirra sem að fundinum standa.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×