Viðskipti innlent

Ríkissjóður mun skulda 413 milljarða kr. umfram eignir

Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að í árslok þessa ár muni skuldir ríkissjóðs nema 413 milljörðum kr. umfram eignir. Hvað eignabreytingar varðar vegur þyngst að sjóðurinn mun tapa 220 milljörðum kr. vegna veðlána þeirra sem sjóðurinn létti nýlega af Seðlabankanum.

Í fréttatilkynningu um málið frá fjármálaráðneytinu segir að heildarskuldir ríkissjóðs á árinu muni aukast um ríflega 400 milljarða kr.. Auk þess mun ríkissjóður ábyrgjast skuldir vegna Icesave/Edge, lán AGS o. fl. til Seðlabankans upp á tæplega 1.300 milljarða kr..

Gert er ráð fyrir að tap ríkissjóðs vegna Icesave/Edge muni nema 150 milljörðum kr. nettó, það er þegar búið er að selja eignir gömlu bankanna upp í þessar skuldir. Þetta er nokkuð bjartsýn tala, til dæmis gerir AGS ráð fyrir 250 milljarða kr. tapi vegna Icesave/Edge.

Hvað varðar töpuð veðlán kom fram nú eftir áramótin að ríkissjóður yfirtók óvarin tryggingarbréf veð- og daglán Seðlabankans til gömlu bankanna og greiddi fyrir með skuldabréfi upp á 270 milljarða kr. Sjálf upphæðin sem yfirtekin var nam hinsvegar 345 milljörðum kr. og því voru 75 milljarðar kr. afskrifaðir strax sem tapað fé.

Nú gerir ríkissjóður ráð fyrir að innheimta 50-80 milljarða kr. af þessu 270 milljarða kr. skuldabréfi og fær þá út tap upp á 220 milljarða kr. fyrir ríkissjóð. Nær væri að áætla tapið tæplega 300 milljarða kr. miðað við framangreindar forsendur.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×