Innlent

Drög að neyðarlögunum voru lögð í sumar

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Drög að neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi þann sjötta október síðastliðinn og gerðu Fjármálaeftirlitinu kleift að taka yfir rekstur bankanna voru saminn mánuðum áður en lögin voru lögð fyrir Alþingi. Vísir hefur heimildir fyrir því að stór hluti vinnunar hafi farið fram í sumar og var hún unnin af starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins.

Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, segir að allskyns viðbragðsvinna hafi verið í gangi á vegum stjórnvalda. „Það var því til grunnur að svona frumvarpi sem svona viðbragðsáætlun," segir hann en segist ekki vera með nákvæmar tímasetningar á því hvenær sú vinna hófst.

„Ýmsar viðbragðsáætlanir voru í handraðanum sem komu sér vel þegar menn stóðu frammi fyrir þessum afarkostum," segir Jón Þór.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×